ung ást
Ástin kviknaði í augunum og flæddi inn í höfuðið

hún streymdi niður handleggina og út í fingurgómana

hún fossaði inn í magann og myndaði þar hringiðu í hvert skipti sem augu okkar mættust á göngunum eða á leið að kennaraborðinu

hún barst með heitu blóðinu út í fæturnar sem vildu skyndilega valhoppa þegar enginn fylgdist með

hún fyllti varirnar lífi og vakti þar bros, jafnvel þó til þess væri ekki annað tilefni en æskan og ástin

hún seytlaði inn í hjartað og kveikti þar lítinn loga sem hlaut að magnast eða slokkna og senda stígandi reykjarslæðu til himins.  
Móna
1985 - ...
06.11.03


Ljóð eftir Mónu

Snjór
engill
þú
stærðfræðitími
Þrá
ung ást
Sunnudagur
bókin
svefn
vetrarnótt
Tíminn
Orð