stærðfræðitími
ég læt höfuðið hvíla á höndunum
það er blek á fingugómunum
og neglurnar eru stutt klipptar

ég sný upp á hárlokk og stari á töfluna

cos(x)= . . .

littlir bréfmiðar ganga
stelpurnar hvísla
strákarnir tala í lágum hljóðum

sin(x)= . . .

ég bít í vörina og stari á töfluna

bjallan hringir og það ískrar í stólunum
kennarinn reynir að yfirgnæfa kliðinn
ég læt höfuðið hvíla á höndunum og stari út í tómið  
Móna
1985 - ...
06.11.03


Ljóð eftir Mónu

Snjór
engill
þú
stærðfræðitími
Þrá
ung ást
Sunnudagur
bókin
svefn
vetrarnótt
Tíminn
Orð