Á köldum steini
Tilvera mín er sem biðukolla
á næðingssömum stað.
Hún reynir að berjast við vindinn
en til hvers er það?
Ég er lítið fræ á biðukollunni,
einn ókominn dag
mun vindurinn feykja mér burt.
Þá lendi ég á köldum steini
-visna og dey.
á næðingssömum stað.
Hún reynir að berjast við vindinn
en til hvers er það?
Ég er lítið fræ á biðukollunni,
einn ókominn dag
mun vindurinn feykja mér burt.
Þá lendi ég á köldum steini
-visna og dey.
Úr bókinni Faðir vor kallar kútinn sem kom út árið 1974.