

Þegar snjórinn lagðist á borgina og mig
urðum við báðar í senn kaldar og frjálsar.
Ekki lengur litaðar eftirsjá moldarinnar
eða gráma vega sem marka leiðir lífsins.
Svo mun dagurinn líða.
Aftur skerpist á troðnum slóðum
og moldin flekkar ósnortna breiðu möguleikans.
Kannski rignir á morgun.
urðum við báðar í senn kaldar og frjálsar.
Ekki lengur litaðar eftirsjá moldarinnar
eða gráma vega sem marka leiðir lífsins.
Svo mun dagurinn líða.
Aftur skerpist á troðnum slóðum
og moldin flekkar ósnortna breiðu möguleikans.
Kannski rignir á morgun.