

Hún. Ekki.
En hann situr enn
Situr í honum
hún í gær, hún í morgun
þankastríð
Koss á veggnum hann
skilur ekki
af hverju að skilja eftir
varir sínar á skítugum
klósettvegg. Af hverju ?
Einmana koss.
Hver átti þessar varir ?
Hann leggur eyrun við kossinn
hlustar
á orðin sem dóu síðast.
Hún.
Hún átti þessar varir.
Hann leggur munn sinn
við kossinn
upplifir hana innra með sér.
Hann situr enn.
Hún. Ekki.
En hann situr enn
Situr í honum
hún í gær, hún í morgun
þankastríð
Koss á veggnum hann
skilur ekki
af hverju að skilja eftir
varir sínar á skítugum
klósettvegg. Af hverju ?
Einmana koss.
Hver átti þessar varir ?
Hann leggur eyrun við kossinn
hlustar
á orðin sem dóu síðast.
Hún.
Hún átti þessar varir.
Hann leggur munn sinn
við kossinn
upplifir hana innra með sér.
Hann situr enn.
Hún. Ekki.