Snjókorn falla (á allt og alla)
Snjórinn fellur, varfærnislega,
eins og jörðin sé svo viðkvæm,
að snerting léttra snjókorna,
sé eins og hörð skotárás,
skot, aftur og aftur,
skotum slegið í jörðina,
í sál heimsins.

Rigning fellur, harkalega,
eins og jörðin eigi ekkert meira skilið,
en að vera bleytt margnotuðum regndropum,
byssuskot, tundurskot þeytt í eina átt,
niður, niður, niður, niður,
aðeins niður í jörðina og ekkert annað,
þessi jörð sem er svo einstök,
á ekkert betra skilið en þetta.  
Rakel Sólrós
1987 - ...


Ljóð eftir Rakel Sólrós

Höfuðverkur
Nógu sniðugt?
Sólin skín ekki alltaf
Rödd sjávarins
Ský
Fyrir utan kassann
Orð
Sérðu í gegnum mig?
Snjókorn falla (á allt og alla)
Sársaukinn