

ekki koma of nálægt mér
ég myndi ekki meika það
að þú stæðir fyrir framan mig
horfðir í augu mín og
litir sársaukann í þeim
breytast í táraflóð
sem myndi drekkja þér
og augun mín yrðu þín
þar til takinu sleppti
og fjarlægðin yxi
á Sorgartrénu
eins og forboðinn ávöxtur
sem ég nærðist á
ég myndi ekki meika það
að þú stæðir fyrir framan mig
horfðir í augu mín og
litir sársaukann í þeim
breytast í táraflóð
sem myndi drekkja þér
og augun mín yrðu þín
þar til takinu sleppti
og fjarlægðin yxi
á Sorgartrénu
eins og forboðinn ávöxtur
sem ég nærðist á