21. janúar 2025
Káinn
Meira um höfund:
<p>Káinn fæddist 7. apríl 1860 á Akureyri og hlaut nafnið <b>Kristján Níels Jónsson</b>. Af skammstöfuninni K.N. hlaut hann viðurnefnið Káinn og undir því varð hann þekktastur. Átján ára gamall fluttist hann vestur um haf og bjó í Ameríku síðan, við bág kjör, ókvæntur og barnlaus, þar til hann lést 25. október 1936.
</p>
<p>Káinn þótti alla tíð glaðlyndur og gamansamur og í meira lagi orðheppinn. Mest setti hann saman af gamanvísum en einnig stöku alvarlegri. Árið 1920, þá sextugur, gaf hann út vísnakverið Kviðlinga. Að honum látnum, árið 1945, kom út á vegum Bókfellsútgáfunnar allur sá kveðskapur sem Káinn skildi eftir sig, útgefinn sem óútgefinn. Löngu síðar sá Tómas Guðmundsson um útgáfu úrvals kvæða og kviðlinga Káins undir heitinu Vísnabók Káins.
</p>
<p>Káins er minnst sem eins sérkennilegasta skemmtiskálds sem Ísland hefur alið.</p>