ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .


Röðull margur risinn hvarfar
reyrður lögmáls sigurverki.
Koma um kringlur minni arfar
kúlur háðar efnis merki.
Heimur lítur hvernig starfar
hvarfa eind í eðlis verki.

Reglubinding ræður öllu í geimi
rúmmálsstærðin ekki verið skráð.
Yfirsjónir ennþá hafa á sveimi
ögnin minnsta öllum öðrum háð.
Eykst nú þekking ört í vorum heimi
allar hælastöður kenninganna bráð.

Eimyrju röðull níu hefur hnetti
hér er regla í myndun kerfi sólar.
Veraldar mygla með býsna bletti
borar í jarðkrílið heimtar og gólar.
Vatnslóni í víðfeðmna náttúru sletti
vegi utan ekur tætir þar og spólar.

Vísindamaður nafnið gefur glaður
giskaði að lífið vaxi aðeins hér.
Fráleitt önnur jörð og annar maður
aðeins myglu guðinn sér.
Langreynt heimsku bilað blaður
barmafullt þvaður ei skeytum vér.

Við galopnum hugann gefum líf
gleði og frelsi í hugmyndastreði.
Barnið þarf föður og veraldarvíf
við útgeimsverur blöndum geði.
Ég sáttmála heimsku sundur ríf
sjálfbyrgings hugur aftrar gleði

Í geimnum búum á gróinni jörð
geimverur teljumst við vera.
Mislit á flestöllum hnöttum hjörð
hugsenda veraldar kringluna þvera.
Hamingju megin er guðleg gjörð
guðir skapa líf og ábyrgð bera.



 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.