Hjallaland og Hálendi
Þúsund aldir þurfti sköpun líða nauð
þíða jökla í bergið rákar glufu.
Náttúran skartar vindum gjálpi og gnauð
gjósandi keilur frið og landmót rufu.
Í hverum landsins sullaðist og sauð
Sæbotnar fyrrum lagðir gróður hrufu.
Foldin hláku og frostaveðrum laut
friðsæll jarðargróður hörvar og rís.
Í áratugi vor um haustið hnaut
hafið leggur og fasta landið frýs
Tófan af landsins nægtum naut
nýbúanum gnóttin vís.
Veður eldar vötnin fjallablaut
vesæl skilyrði gróðurþekju.
Ræktarnæði aldir hundrað hlaut
heitir straumar valda grósku rekju.
Maðurinn kom bramlaði og braut
brenndi skóga risti torf með frekju.
Foldu eyddi flest er prýddi
fegurð lands í mærðarljóðum
Lofsöngvum og lofi skrýddi
lífinu hjá döprum þjóðum.
Ingólfur kappi Ásum hlýddi
Æsir jusu úr gnægta sjóðum.
Hingað sigldu heiðnir menn
héruð mönnum lutu.
Landa merki lúta enn
lögum er þeir brutu.
Meira tóku magn í senn
er minna af landi hrutu.
Öldum síðar aðrir menn
alla fossa virkja.
Athafnaskáldin eru senn
eldri skáldin kyrkja
Þjóðin eignast þjóna enn
þjóðsöng nýjan yrkja.
Landið óbyggt er fagurt falt
farmenn ei sækja snortinn svip.
Náttúrurof og skarkið valt
varast fræðimannsins hrip.
Röklausu fræðin reikna ei allt
ráðvilt er þjóð með sokkið skip.
Lágvits hagsmuni löngum stríðala
létt þægir skapa sér vinnu og traust.
Vísindin skulu til vitsauka mala
verjendur fegurðar hefja upp raust
Margur þarf í málinu tala
manngert er land eða afskiftalaust