

Aldrei ráðsmenn af metnaði mæra
meir en þingið verður að grandi.
Ríkið ekki af reynslu vill læra
ráðandi þessu ógnar standi.
Mun atvinnu gamla öryggið kæra
engum til góðs í framtíðar landi.
Þjóðin er að hluta hýrudregin
hagnaður öllum til boða stóð.
Landsbyggðin líta kynni fegin
á lausnir er áttu að blása í glóð.
Um atvinnu dalandi vona veginn
verði til framdráttar smárri þjóð.
Fiskinn þeir færðu og tóku í kvóta
foringjum einum afhent með kæti.
Ráðsmenn í ruglinu blindir fljóta
ramakvein í engu byggðum mæti.
Samvisku verri en sægreifar hljóta
situr í þeim er kunna sér læti.
Flytur héðan öll byggðin burt
bændur og sjómenn í suður flosna.
Þingheimur kallar veriði kjurt
kosningafylgi og flokkar trosna.
Loforðið landinu þykir þurrt
lausnin er vinna, efndir brostna.
Þeir svara og mala í tækja tól
tillaga þeirra komin í strand.
Ráðalaus stjórn um byggðir og ból
beinir nú fólkinu vestur á sand.
Lýsandi vandi þar ekki sést sól
sofandi ríki með deyjandi land.
Sægreifar kvótann fengu á fati
flestir þeir létu ekkert í té.
Hér skal hagræðingatalið í plati
hlunnfarin þjóð er stór tapar fé.
Stjórnin kvað að verði brátt bati
boðaður hagur kæmist á kné.
Stundum hjá sægreifa gerist í koti
seldur er kvóti um niðdimma nótt.
Morguninn eftir er þorpið í þroti
þorrin er vinnan engum er rótt.
Engann afla en mörg fley á floti
farin er heimild og sægreifa drótt.
Eign í einu vetfangi verðlaus
vinnan farin í annað land.
Seldur og slægður afli með haus
sendur í gámi með öðru í bland.
Þorparann þennann fólkið kaus
þóttist hann koma málum í stand.
Kvóta skáldið tók athafna aura
arður af fiski ekki hans lag.
Ei hafði til sín pantað paura
er pranga með afla og skip í dag.
Þorpin með bryggju og stífa staura
stinga í stúf við heilbrigðan hag.
Aflið farið sem atvinnu skóp
afkoman horfin úr bænum.
Ráðamenn aldrei hlusta á hróp
hjálpin kom unnin úr sænum.
Undir veggjum hípnir í hóp
hampa þar loforðum vænum.
Margveldis Álver þið fáið í fjörð
fjölda margt verður að gera.
Frá borginni kemur borana hjörð
bílgöng í fjöllin og hálsana skera.
Einskis mun eign og landsins gjörð
þá ekkert skal hér um að vera.
Ykkar yrking er val á jörð
yndis njótið við launaskrið.
Mannlíf í þorpi þá marglitu hjörð
magnþrungin boðar atvinnan grið.
Spúandi eitur spannar þinn fjörð
spýan er kostur en lokar á frið.
Fólk í bænum leit í hnúana hnípið
hroðin skein af sérhverjum svip.
Engu þið tapið álverið grípið
allur fór grútur í síðasta skip
Á vöktum unnið í karlana klípið
kosturinn rífandi vinnu inngrip.
Jónar og Gunnur í boðsorðið beit
biðin á efndunum er fólkinu raun
Mörg voru augun er lýgina leit
og laumast burtu, suður í hraun.
Í rauninni vissu og sérhver veit
vonir og áform greiða ekki laun.