Niða Dvergar .


Dökkvan niðadvergar fara
dáðum þeirra í gosi lauk.
Dáðlaus og dauðvona hjara
djöfulæðið í buskann rauk.
í köldu að köku veldi skara
kærleikur í heimsku fauk.
Vönuð tengsli vondra para
varði þar til yfir lauk.

Bjartar í bjarma sólir vísa
byggðir væddar guða ást.
Urmull slíkra heima hýsa
hami er lifa í kærleik skást.
Lífsandstreymi fáir fýsa
fráleitt að meta kalt og þjást.
Saman þroski í reisni rísa
raunir engar við að kljást.

Gæsku vilji Guða bylgja
gæfa ætluð hverjum manni.
Svartra sauða dagleg dylgja
Drottinn enginn er með sanni.
Heimsku neitun fræðum fylgja
fákunnátta í eigin ranni.
Bilar sjaldan belti og sylgja
brjálast vit í fræðabanni.

Í ómælis geimi eilífðar rými
endalaust guðlega hnetti finna.
Geimsins öreind Guða sími
gagnast lífi er bjartir sinna.
Guð er gæska eilífðin tími
geislandi eindir lífið kynna.
Vonir í skuggum hnatta hými
heimsku fari brátt að linna.

í samhæfðu ríkis ráðaleysi
reynist ekki stjórn á neinu.
Háir dáðum hysknisleysi
hamingjuríki í öllu og einu.
heildin stillt úr hugarþeysi.
hollráð framar ráði beinu.
Þroska ei þjáir dyggðahreisi
Því er gott að fylgja hreinu.

 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.