Niða Dvergar .
Dökkvan niðadvergar fara
dáðum þeirra í gosi lauk.
Dáðlaus og dauðvona hjara
djöfulæðið í buskann rauk.
í köldu að köku veldi skara
kærleikur í heimsku fauk.
Vönuð tengsli vondra para
varði þar til yfir lauk.
Bjartar í bjarma sólir vísa
byggðir væddar guða ást.
Urmull slíkra heima hýsa
hami er lifa í kærleik skást.
Lífsandstreymi fáir fýsa
fráleitt að meta kalt og þjást.
Saman þroski í reisni rísa
raunir engar við að kljást.
Gæsku vilji Guða bylgja
gæfa ætluð hverjum manni.
Svartra sauða dagleg dylgja
Drottinn enginn er með sanni.
Heimsku neitun fræðum fylgja
fákunnátta í eigin ranni.
Bilar sjaldan belti og sylgja
brjálast vit í fræðabanni.
Í ómælis geimi eilífðar rými
endalaust guðlega hnetti finna.
Geimsins öreind Guða sími
gagnast lífi er bjartir sinna.
Guð er gæska eilífðin tími
geislandi eindir lífið kynna.
Vonir í skuggum hnatta hými
heimsku fari brátt að linna.
í samhæfðu ríkis ráðaleysi
reynist ekki stjórn á neinu.
Háir dáðum hysknisleysi
hamingjuríki í öllu og einu.
heildin stillt úr hugarþeysi.
hollráð framar ráði beinu.
Þroska ei þjáir dyggðahreisi
Því er gott að fylgja hreinu.