Frosin bein.


Vissu fáir um mitt vein
vonglöð vissan úr augum skein.
Hver var ég nema hold og bein
haldin fangi líkama sálin ein.
Hún bjó á bak við brosin
hjartað kalt, beinin frosin.

Lifði lifandi dauð
lokuð sálin snauð.
Hjartað hellti sínum tárum
hafði haldið opnum sárum.
Kallið kom, stöðvaðist kvein
sefaðist þá um hjartans mein
hvíldi loks lúin bein.

Sál sveif sátt á sinn fund
sættist öll hennar lund.
Gekk um gullslegna grund
gafst líkaminn í eilífan blund.
Hjúpuð holdi undir áletruðum stein
hurfu til moldu mín frosnu bein.




 
Aurora Borealis
1986 - ...
14.10.04


Ljóð eftir Auroru Borealis

Tilgangur lífsins
Einmanna
Orð
Ekki gefast upp.
Ekki láta það verða of seint .
Gleðin
Einmanna!
Til heimsins.
Hafið
Stríð.
Lífið er betra en þú heldur!
Samskipti.
Gleðin og sorgin.
Vonin, draumurinn og einhvern tíma.
Vinir
Gildi sannleikans.
Að taka tillit.
Nei
Bæn.
Tilgangur jólanna.
Svarið.
Góðar gjafir.
Ebenezer Scrooge.
Frelsarinn.
Vinarbréf.
þjóðerni.
Tilgangur páskanna.
Betra hinum megin.
sjálfstæð?
ef vel er að gáð.
Daglegt líf.
Uppgjöf.
þau
Bíltúrinn.
Þú ert.
Dauði Baldurs.
Heimurinn í dag.
Brotin ást
ástarsorg
Kvalir Krists.
ég sakna þín.
Hundsbit.
Njálsbrenna.
Lestarstöðin
lífið
dagatal
vor
ljóð
vélmennið gleypir ljóðin mín.
Rósin
ástfangin
Baldursbrár.
Tíminn.
Fegurð
samloka með skinku og osti
ástin.
ofurástin.
Frosin bein.
Til Frelsarans.
elskan
tveir vinir, tvær leiðir.
hringrás
skilningurinn
frostrós
flugeldar
toi, konan og hin
skákborðið

leikarinn
svörtu svanirnir
þokan
meðvirknin og mótvindurinn
geðklofinn
flækja
elska þig en elska líka mjólk
læðan
týnd
luktu augun
gamlir vinir
stríð
Gleym mér ei
bekkirnir
Angist hjartans
einbeitingarskortur
Ég er fuglinn
Ein ég
Andstæðan
Blómið
vængjalaus veruleikinn