Frosin bein.
Vissu fáir um mitt vein
vonglöð vissan úr augum skein.
Hver var ég nema hold og bein
haldin fangi líkama sálin ein.
Hún bjó á bak við brosin
hjartað kalt, beinin frosin.
Lifði lifandi dauð
lokuð sálin snauð.
Hjartað hellti sínum tárum
hafði haldið opnum sárum.
Kallið kom, stöðvaðist kvein
sefaðist þá um hjartans mein
hvíldi loks lúin bein.
Sál sveif sátt á sinn fund
sættist öll hennar lund.
Gekk um gullslegna grund
gafst líkaminn í eilífan blund.
Hjúpuð holdi undir áletruðum stein
hurfu til moldu mín frosnu bein.
14.10.04