Kópavogur Hverfakynning
Árlega barna fjöldi fæðist
færast neðar meðaltölin öll.
Íbúa Geirdal enga hræðist
enn vilja margir sumarhöll.
Í fjölbýlunum fólkið bræðist
fjarlægðir greina bolta höll.
Til dóms með ljóðin læðist
lítið skáld við rímsins völl.
Óttast hrekkinn einhver hæðist
orsaki þannig hlátrasköll.
Hvenær stjórn á manni mæðist
markast best við hróp og köll.
Frægir vogar fyrrum látur
falinn sjónum yngri manna.
Kunnug gleði kæti og hlátur
kastar birtu á vegferð sanna.
Vondar reynast vega gátur
villtir fjölda lausnir kanna.
Fólk í traustum Bæjum búa
besti kostur hentar tregum.
Grundir, Brekkur, Gjárnar brúa
Gerðum, Lindum, Sölum, Vegum.
Stígar, Stekkir, að Hlíðum hlúa
Hvömmum og Borgum ýmislegum.
Á ferlið heima fluttir vísa
frændur og vinir í hverfin ný.
Í hæðum mörgum húsin rísa
húsum fjölgar bænum í.
Smárar, Kársnes og Smából lýsa
Smiðjuvegi næstum því.