Kópavogur Hverfakynning


Árlega barna fjöldi fæðist
færast neðar meðaltölin öll.
Íbúa Geirdal enga hræðist
enn vilja margir sumarhöll.
Í fjölbýlunum fólkið bræðist
fjarlægðir greina bolta höll.

Til dóms með ljóðin læðist
lítið skáld við rímsins völl.
Óttast hrekkinn einhver hæðist
orsaki þannig hlátrasköll.
Hvenær stjórn á manni mæðist
markast best við hróp og köll.

Frægir vogar fyrrum látur
falinn sjónum yngri manna.
Kunnug gleði kæti og hlátur
kastar birtu á vegferð sanna.
Vondar reynast vega gátur
villtir fjölda lausnir kanna.

Fólk í traustum Bæjum búa
besti kostur hentar tregum.
Grundir, Brekkur, Gjárnar brúa
Gerðum, Lindum, Sölum, Vegum.
Stígar, Stekkir, að Hlíðum hlúa
Hvömmum og Borgum ýmislegum.

Á ferlið heima fluttir vísa
frændur og vinir í hverfin ný.
Í hæðum mörgum húsin rísa
húsum fjölgar bænum í.
Smárar, Kársnes og Smából lýsa
Smiðjuvegi næstum því.





 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.