Hverjum er að treysta






Snjall er snillings eiturhugur
sniðuga hugmynd ýmsir fengu.
Sanna heimi að dáða dugur
dældi í þá er fremstir gengu.
með tóma vasa og sjóðasugur
soltnum öryrkjum yfir héngu.

Afkoma sjúklings er tekjutengd
tilvera maka í skerðingum metinn.
Á beltum sífellt lækkuð lengd
af léttum diskum matur etinn.
Milljóna þörf af ríkinu rengd
raunar krónan öll um setin.

Aldnir og öryrkjar sáran kvarta
Alþingi rói þá siðblindu og sefi.
Afstaða þings hin versta varta
vex með hárum fremst á nefi.
Hækkun mætti hópur skarta
horfir fram að næsta skrefi.

Allir sinn eigin hugsa hag
hagnast ég eitthvað á þessu.
Flest er bundið flokkabrag
fárast þeir um stóla og sessu.
Sköpum þeim lyga skreytnidag
skynsemin barin í klessu.


 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.