Huggun.
Elsku pabbi ekki lengur gráta
ekkinn báðum skapar vanda
Andans sár mun undan láta
engum hollt í slíku standa.
Kærleik verður til mín máta
minning skal ei öðrum granda.
Elsku mamma og yndis pabbi
ekki stunda lengri sorg.
Þið heftið mig í hugar rabbi
haldið mér frá okkar borg.
Hugann reynið ég svara kvabbi
raunir engar ég ber á torg.
Kærleik máttu kærann sýna
kenndir beindu að þínum syni.
Fyrirmynd má betur brýna
boðskap þygg frá góðum vini.
Formæður mig konung krýna
kærleik senda ættarhlyni.
Lungum skarta hérna heilum
hamingju ríkt er nýja landið.
Allir þeir sem þjást af veilum
þurfa að gista hvítabandið.
Lífið völtum líkist keilum
leggist eða á fótum standið.
Yndis amma minn elsku afi
Engar sorgir þurfa að vera.
Hér leitar allt í ljúfa stafi
Leikir nám og ábyrgð bera.
Þó verkin fá að heiman hafi
Hér mun vera margt að gera