Eymd.
Það rignir og rokið rjátlar
Við árfarvegi og gil.
Inni er þó að finna
Örlitla birtu og yl.
Vegalaus förumaður
Sem hvergi á höfði að halla
Húkir við norðurvegginn
Í skjóllausum harðfiskhjalla.
Hann dreymir svo fallega drauma
Um stoð sem að aldrei brást.
Hún vekur upp heita strauma
Sú minning um móðurást.
Er birtir að degi
hann húkir þar enn
Hann liggur látinn hjá
frosinni jurt.
Hans lík verður borið til
grafar senn
En sálin er flogin á burt.
Við árfarvegi og gil.
Inni er þó að finna
Örlitla birtu og yl.
Vegalaus förumaður
Sem hvergi á höfði að halla
Húkir við norðurvegginn
Í skjóllausum harðfiskhjalla.
Hann dreymir svo fallega drauma
Um stoð sem að aldrei brást.
Hún vekur upp heita strauma
Sú minning um móðurást.
Er birtir að degi
hann húkir þar enn
Hann liggur látinn hjá
frosinni jurt.
Hans lík verður borið til
grafar senn
En sálin er flogin á burt.