Eskifjörður
Þar sem fjöllin og fjörurnar mætast
þar falinn er fallegur bær
þar ástin og vonirnar rætast
þar vorvindur vængi fær.
Þar æskan sér unir á engi
þar fossinn í fellinu hlær.
Þar sumarið lifir svo lengi
þar brosir hinn blíði blær


Ég elska hin kyrrlátu kvöld
og fossbúans klakabönd,
og frostið sem tekur öll völd
og strýkur allt hrímkaldri hönd.
Og veturinn kalda sem hvín
og syngur við sofandi svörð
og breiðir hvítt híalín
á fallega Eskifjörð


( Við lagið Liljan í holti )  
Hrönnsa
1965 - ...


Ljóð eftir Hrönnsu

Eymd.
Desember.
Janúar.
Myrkfælni
Draumur.
Flateyri/Súðarvík.
Vetur á Öræfum.
Marín.
Söknuður.
Eskifjörður
Kveðja frá Hríslu
Engill.
Við andlát pabba.
Bölvað tjaldið !!!
Jólahugur