Tíminn
Það tekur eilífð að rista brauðsneið
og þó leið veturinn eins og andartak

hugsanirnar silast um í heilanum
en þjóta þó með ótrúlegum hraða

ég kynntist þér fyrir stuttu
samt er eilífð síðan ég þekkti þig ekki

Tíminn er ekki eins og vatnið
Hann rennur ekki með jöfnum hraða heldur rykkist fram og aftur,
aftur og fram eins og hljóðbylgja  
Móna
1985 - ...
03.12.04


Ljóð eftir Mónu

Snjór
engill
þú
stærðfræðitími
Þrá
ung ást
Sunnudagur
bókin
svefn
vetrarnótt
Tíminn
Orð