Til Frelsarans.
Stundum gengur ekkert upp sem skyldi
hlutirnir snúast ekki eins og ég vildi.
Það er sem myrkrið hugan hylji
en ég vil að hjartanu stjórni þinn vilji.
Hjálpa mér þá með heilum huga þig að tigna,
ei undan áhyggjum heimsins svigna.
Stundum er sem öllum sé sama,
allt snýst upp í gamlan vana.
Mig langar bara að flýja eitthvað burt
fátt um svör en mikið spurt.
Hjálpa mér þá að muna að þú víkur aldrei frá mér,
sama þótt ég hlusti ei og gleymi þér.
Stundum líður mér eins og skít á jörðu
einni agnarlítilli örðu,
sem skiptir svo litlu máli,
týnist í heimsins táli.
Hjálpa mér þá að muna elsku þína
sem breiðir yfir bresti mína.
Það er svo margt sem ég vil halda í
en ég verð að týna því,
leyfa þér að taka yfir
svo þú farir alltaf fyrir
ei sjálfselskan mín
sem er svo skammsýn.
Þú veist betur en ég hvað mér er best
það hefur þú sýnt með því sem hefur gerst.
Þú ert vinur sem stendur við loforð
þú ert vinur með einföld boðorð
þú ert vinur sem elskar mig
hjálpa mér með hreinu hjarta að tigna þig.
hlutirnir snúast ekki eins og ég vildi.
Það er sem myrkrið hugan hylji
en ég vil að hjartanu stjórni þinn vilji.
Hjálpa mér þá með heilum huga þig að tigna,
ei undan áhyggjum heimsins svigna.
Stundum er sem öllum sé sama,
allt snýst upp í gamlan vana.
Mig langar bara að flýja eitthvað burt
fátt um svör en mikið spurt.
Hjálpa mér þá að muna að þú víkur aldrei frá mér,
sama þótt ég hlusti ei og gleymi þér.
Stundum líður mér eins og skít á jörðu
einni agnarlítilli örðu,
sem skiptir svo litlu máli,
týnist í heimsins táli.
Hjálpa mér þá að muna elsku þína
sem breiðir yfir bresti mína.
Það er svo margt sem ég vil halda í
en ég verð að týna því,
leyfa þér að taka yfir
svo þú farir alltaf fyrir
ei sjálfselskan mín
sem er svo skammsýn.
Þú veist betur en ég hvað mér er best
það hefur þú sýnt með því sem hefur gerst.
Þú ert vinur sem stendur við loforð
þú ert vinur með einföld boðorð
þú ert vinur sem elskar mig
hjálpa mér með hreinu hjarta að tigna þig.
23.08.04.