Kári kveður
Þá er lífi þessu lokið,
þreittur er og lúinn.
Og eftir situr austan fokið,
þar eigrar barna trúin.
Á lífið, gleði, leik og starf,
og lækinn út í móa.
Og lautina sem lét í arf,
lítilla barna hróa.

Nú sáttur kveð ég sælu reitinn,
en sár er kveðjustund.
Ég vona´að ávallt syngi sveitin,
söng með þá léttu lund,
er sunginn var sumarkvöldin heit,
þá stjörnurnar lýstu allt.
Ég barnungur þína barma leit,
nú bíður mín mirkrið kalt.

 
SvaBja
1980 - ...


Ljóð eftir SvaBja

Veðurspáaprump
Frillublús
Síðasti svefninn
Falski máni
Kári kveður
Með Sting í maganum
Stríðið
Lífið
Þú kemur og kyssir mig blítt
Skammarbréfið
Svörin
Blautir draumar