Stríðið
Hefur þú séð heimsins stríð,
herja´á littlum sálum.
Þá kemur móðir björt og blíð,
með björg á þeirra málum.

En áfram mætast stálin stinn,
stríðið friðinn deyðir.
Í hjörtum allra herinn þinn,
hamingjunni eyðir.

Horfðu´í augun sár og sjúk,
sjá lífsins dimmu nátt.
Lát friðardúfu´á hæsta hnjúk,
hefja frið og sátt.
 
SvaBja
1980 - ...


Ljóð eftir SvaBja

Veðurspáaprump
Frillublús
Síðasti svefninn
Falski máni
Kári kveður
Með Sting í maganum
Stríðið
Lífið
Þú kemur og kyssir mig blítt
Skammarbréfið
Svörin
Blautir draumar