Þú kemur og kyssir mig blítt
Þú kemur og kyssir mig blítt
ég kikkna í hnjánum.
Þú kemur og kyssir mig blítt
ég kem ekki´upp orðum.
Þú kemur og kyssir mig blítt
ástríðan kemst á loft.
Þú kemur og kyssir mig blítt
þá neistar birtast oft.
Þú kemur og kyssir mig blítt
þeim koss er ég mun una.
Þú kemur og kyssir mig blítt
koss sem ég vil muna.
Þú kemur og kyssir mig blítt
ég kyssi þig til baka.
Þú kemur og kyssir mig blítt
heita kossinum raka.
Þú kemur og kyssir mig blítt
kossa ég fleyrri vil.
Þú kemur og kyssir mig blítt
kipptist þá sál mín til.
Þú kemur og kyssir mig blítt
hjartað fyllist hlýju.
Þú kemur og kyssir mig blítt
kysstu mig að nýju.
 
SvaBja
1980 - ...


Ljóð eftir SvaBja

Veðurspáaprump
Frillublús
Síðasti svefninn
Falski máni
Kári kveður
Með Sting í maganum
Stríðið
Lífið
Þú kemur og kyssir mig blítt
Skammarbréfið
Svörin
Blautir draumar