Blautir draumar
Í svefni oftast sæll ég er og kætist,
en sjálfsagt þannig draumur aldrei rætist,
er konur manninn umvefja og una,
svo undurfagrar eftir manni muna.

Það telst nú ekki vondur draumur vera,
ef vonardísin hefur sig að bera.
Og ennþá síður ef þær eru níu,
hver einasta með skorið yfir tíu.

Nú, draumar hafa upphaf, miðju´og endi,
en allt´óvíst um hvar í honum lendi.
Og spennan eykst er að lokum fer að líða,
lætin hætt, eða fæ ég meira´að ... bíða?

Er hámark draumsins hefst að mynda rætur,
hryngir klukkan, þarf að fara´á fætur.
 
SvaBja
1980 - ...


Ljóð eftir SvaBja

Veðurspáaprump
Frillublús
Síðasti svefninn
Falski máni
Kári kveður
Með Sting í maganum
Stríðið
Lífið
Þú kemur og kyssir mig blítt
Skammarbréfið
Svörin
Blautir draumar