

komdu
komdu með mér
mig langar að sýna þér svolítið
við hlaupum saman - áhyggjulaus og glöð
sjáðu himininn
það er sumar - sól
við leggjumst í hátt grasið og förum í skýjaleik
þarna er bátur - og flóðhestur
við flissum og leggjumst svo dýpra í grasið
snertum - finnum - njótum
brennheit sólin skín á bakið á þér
-stuna
líkamar okkar verða eitt
vefja sig saman eins og kolkrabbar
þú strýkur mjúka húð mína
-kyssir á hálsinn
\"Hvað eruð þið að gera þarna?\"
stökkvum upp, grípum fötin og hlaupum skríkjandi í burtu
lífið er svo yndislegt
komdu með mér
mig langar að sýna þér svolítið
við hlaupum saman - áhyggjulaus og glöð
sjáðu himininn
það er sumar - sól
við leggjumst í hátt grasið og förum í skýjaleik
þarna er bátur - og flóðhestur
við flissum og leggjumst svo dýpra í grasið
snertum - finnum - njótum
brennheit sólin skín á bakið á þér
-stuna
líkamar okkar verða eitt
vefja sig saman eins og kolkrabbar
þú strýkur mjúka húð mína
-kyssir á hálsinn
\"Hvað eruð þið að gera þarna?\"
stökkvum upp, grípum fötin og hlaupum skríkjandi í burtu
lífið er svo yndislegt