gerum það sem ekki má
komdu
komdu með mér
mig langar að sýna þér svolítið

við hlaupum saman - áhyggjulaus og glöð

sjáðu himininn

það er sumar - sól

við leggjumst í hátt grasið og förum í skýjaleik

þarna er bátur - og flóðhestur

við flissum og leggjumst svo dýpra í grasið

snertum - finnum - njótum

brennheit sólin skín á bakið á þér
-stuna

líkamar okkar verða eitt
vefja sig saman eins og kolkrabbar

þú strýkur mjúka húð mína
-kyssir á hálsinn

\"Hvað eruð þið að gera þarna?\"

stökkvum upp, grípum fötin og hlaupum skríkjandi í burtu

lífið er svo yndislegt  
Ninna
1985 - ...


Ljóð eftir Ninnu

Þú og ég
Sálin talar
Einskis virði
Síðasti andardrátturinn
Ást okkar beggja
Við - líking
Norðurljós
Stjörnur
Lífsins bók
Annar staður
gerum það sem ekki má
Mamma
Hann...
Hinn eini rétti