

Hefur þú séð heimsins stríð,
herja´á littlum sálum.
Þá kemur móðir björt og blíð,
með björg á þeirra málum.
En áfram mætast stálin stinn,
stríðið friðinn deyðir.
Í hjörtum allra herinn þinn,
hamingjunni eyðir.
Horfðu´í augun sár og sjúk,
sjá lífsins dimmu nátt.
Lát friðardúfu´á hæsta hnjúk,
hefja frið og sátt.
herja´á littlum sálum.
Þá kemur móðir björt og blíð,
með björg á þeirra málum.
En áfram mætast stálin stinn,
stríðið friðinn deyðir.
Í hjörtum allra herinn þinn,
hamingjunni eyðir.
Horfðu´í augun sár og sjúk,
sjá lífsins dimmu nátt.
Lát friðardúfu´á hæsta hnjúk,
hefja frið og sátt.