Vörðuð leið







Sérhver maður sínum guði getur
gengið varla nær í jólaönnum.
Svo lengi hugur meðan metur
mann og annan kærleik sönnum.
Ellefu sinnum við bætum betur
báginda lífi á jarðarmönnum.

Guðleg verund mikils metur
mannsins gæði árið hvert.
Hugleiðingin hrist í letur
hugur linast geðið þvert.
En bletti á samviskuna setur
undan svikist og ekkert gert.

Nýtum kært sem gæfan gefur
góðleika vinar og ástaróð.
Nái guð sem næmni hefur
nýting jóla kærleiksglóð.
Fjarlægist allt er farsæld tefur
fjársjóð eignast lítil þjóð.

Að loknu tylftaferli lifna jólin
Lýsist ást í mannsins huga.
ljósbjört vera og ljóma sólin
liðum sinnti er byrðar buga.
ráðin einu og réttu tólin
reisum tengsl er guðum duga.

 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.