STYTTAN
Höfðingi herskarans fráa
hollvinur frelsis í bænum.
Stendur á stallinum háa
starandi glyrnunum grænum.
Lotinn með lokkana smáa
leiksvæði driturum vænum.
Margann átti maðurinn vini
megnið í sögum fornum.
Leiðtogar með landsins syni
lítið sinna áður bornum.
Misstu virðing menn og vini
margur dúsir enn í hornum.
Menn áttu dágóða drauma
danina sendu þeir aftur heim.
Ólgandi hugar í kotunum krauma
kannaðar ferðir í vesturheim.
Fréttirnar eru um stöðuga strauma
staurblankra manna í nýjam heim.
Hvað um þá er heima sátu
hýrnaði svipur í dalnum þar.
Ellegar þeir sem ekkert gátu
aldrei þeir fengu vesturfar.
Glöggir sumir merkir mátu
mitt er ekki komið svar.