STYTTAN






Höfðingi herskarans fráa
hollvinur frelsis í bænum.
Stendur á stallinum háa
starandi glyrnunum grænum.
Lotinn með lokkana smáa
leiksvæði driturum vænum.

Margann átti maðurinn vini
megnið í sögum fornum.
Leiðtogar með landsins syni
lítið sinna áður bornum.
Misstu virðing menn og vini
margur dúsir enn í hornum.

Menn áttu dágóða drauma
danina sendu þeir aftur heim.
Ólgandi hugar í kotunum krauma
kannaðar ferðir í vesturheim.
Fréttirnar eru um stöðuga strauma
staurblankra manna í nýjam heim.

Hvað um þá er heima sátu
hýrnaði svipur í dalnum þar.
Ellegar þeir sem ekkert gátu
aldrei þeir fengu vesturfar.
Glöggir sumir merkir mátu
mitt er ekki komið svar.


 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.