Foringja eða Lýðræði


Spilling venst í spilltum flokki
sporslur boðnar traustum vinum.
Rupplandi kólfar í ræningja plokki
ræna hér sjóðum ætluðum hinum.
Siðfræði þeirra á syndugu brokki
sjálfstæðið tórir í orðunum linum

Fram við göngum fylktu liði
fagurgalann móta þarf.
Í okkar nafni og augna miði
öll við fengum dáta starf.
Staðfesta úr sterkum viði
stundar róstur er friður hvarf.

Við kusum sterka konga menn
er kunnu lögum fletta.
Til jarðar fellur tjaldið senn
Halldór klifrar kletta.
Mistök fleiri en þessi þrenn
þurrkar traustið metta

Höfðingjavaldið heiminnn skekur
hlýðni krafist til allra átta.
Sjálfstæða hugsun í burtu hrekur
horfnar vonir gleði og sátta
Foringja hugsun forna vekur
frammarar ætíð utangátta.

Lýðræðissinni ég löngum verið
laumandi íhald aldrei var.
Þingheiminn setjum þannig á skerið
að þjóðin öll sjái hvað vantar þar .
Til frambúðar Dóra foringjann þérið
frekar en hugsa um lýðræðis skar.


 
Atli
1941 - ...


Ljóð eftir Atla

ER LÍFIÐ MYGLUSVEPPUR .
Guð í Efni
Herjaður Friður.
Hjallaland og Hálendi
Ást og dekur
Arðrán eða Þjóðarhagur
Niða Dvergar .
Bæjarmyndun í Kópavogi.
Ástin
Kópavogur Hverfakynning
Hverjum er að treysta
Huggun.
Axla Ypptar
Friður eða Hel.
Myndlistarráðunautur
Samband við Æsi
Öldrun
Vörðuð leið
Pólitík
STYTTAN
Foringja eða Lýðræði
LAND OG FEGURÐARVERND
Guð hinn almáttugi.