

Smá saman
hvarf hún
inn í hlekki geðsjúkdóms
Þar sem einu sinni var hlýr faðmur
varð kuldalegt fas
Tilfinningarnar frusu
urðu líkt og grýlukerti
stingandi
oddhvassar
frosnar
Heit tár barnsins
sem þráði móðurást
gufuðu upp
í frosthörkunum
hvarf hún
inn í hlekki geðsjúkdóms
Þar sem einu sinni var hlýr faðmur
varð kuldalegt fas
Tilfinningarnar frusu
urðu líkt og grýlukerti
stingandi
oddhvassar
frosnar
Heit tár barnsins
sem þráði móðurást
gufuðu upp
í frosthörkunum