Frosthörkur
Smá saman
hvarf hún
inn í hlekki geðsjúkdóms
Þar sem einu sinni var hlýr faðmur
varð kuldalegt fas

Tilfinningarnar frusu
urðu líkt og grýlukerti
stingandi
oddhvassar
frosnar

Heit tár barnsins
sem þráði móðurást
gufuðu upp
í frosthörkunum
 
Yrma
1979 - ...


Ljóð eftir Yrmu

Samskynjun
Frosthörkur
Bipolar
Vetrarljóð
Ljóð dagsins
Orðin þín
Á framabraut
Staldrað við
Fyrirgefðu
Ónefnt
Lifandi til hálfs