Ást

Hann situr í stól
hróflar í hári sínu
lítur á mig
brosir
segir á sinn blíða hátt
ég elska þig

þessi maður
þessi yndislegi maður
sem hefur valdið mér
svo mikilli sorg
en þó sem meira er
svo ólýsanlegri hamingju og gleði

sagði ekki einhver
að ástin væri einmitt þannig
sambland sorgar og gleði

ef hann bara vissi
hversu miklu
hann mig skiptir

hann er allt
allt sem ég er
mín ást
mín gleði
mín sorg
mín fortíð
mín framtíð

allt mitt líf
var,er og verður
fyrir hann
ég elska hann.

 
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var