Syndir mínar bar
Syndir mínar bar.

Ég sé þig hanga, þjást á krossinum
Svitinn lekur af þér, þjáning allstaðar
Ég vitað hef hvað gerðir þú fyrir mig
En svo sé ég nýja hluti á þér
Hvað er það sem hangir á þér allstaðar
Miðar sem hanga út um allt

Ég verð forvitin og færi mig nær
Þá sé ég hvað stendur á miðunum
Synd, ótti, sorg,allt sem ég hef gert
Jesús þú barst það allt fyrir mig
Svo ég þyrfti ekki að þjást

Ég geng að krossinum til þín
Án þess að meðtaki það sem þú gerðir
Fer ég að tína miðana af þér,
hengi þá um hálsinn á mér
Af hverju geri ég þetta Faðir minn?
Hví næ ég ekki að meðtaka gjöf þína
Sem er lífið þitt, syndafórnin þín

Takk að þú ert þú
Þú leyfir mér ekki að þjást lengi
Þú ferð að tína af mér miðana
Síðan hellir þú yfir mig gleði og frið

Þú hefur viljað gera allt fyrir mig
Elskað mig án skilyrða
Ég er svo þakklát fyrir að eiga þig að
Að fá að vera barnið þitt, alltaf
Faðir í dag meðtek ég gjöf þína
Og í auðmýkt segi ég bara Takk FAÐIR
Elfa 2004



 
Elfa María
1978 - ...
stundum á ég erfitt með að trú og treysta Guði en hann er þolinmóður Pabbi á himnum sem bíður eftir að ég komi til sín. Hann elskar mig án skilyrða sama hvað ég geri og hvert ég fer. Það eru forréttindi að eiga þannig Guð.


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm