litla tætta stelpan
Ég stend og horfi á litlu tættu stelpuna
Hún gengur um gólf talar við sjálfa sig
Reynir að taka sig til andlitinum
Setja upp grímuna, láta engan sjá
Reynir að fela eitruðu skömmina

Mig undrar að hún skuli ekki tala
Ekki finna einhver fullorðin
Sem hún treystir og getur sagt frá
Ég lít í kringum hana, að einhverjum
Sé mér til skelfingar – það er engin
Engin sem hún getur treysti

Hún virkar svo fullorðin í fasi og tali
En inn í sér er hún lítið saklaust barn
Barn sem fékk ekki að vera barn
Barn sem ber eitaraða skömm, annara
Stelpa sem ber stór ör ofbeldis á sálinni.

Mig langar svo að teygja mig til hennar
Umvefja hana allri þeirri ást sem ég á
Segja henni að sama hvað hún sagði
Eða sagði ekki við þennan ógeðslega mann
Þá mátti hann ekki meiða hana – aldrei !!

Að lokum geng ég hægum skrefum til hennar
Spyr hana hvort ég megi setjast hjá henni
Hún lítur á mig tortryggnum og vökulum augum
Hvíslar svo já gjörðu svo vel, svo bíður hún hrædd
Auðvitað veit hún ekki á hverju hún á von

Ég veit ekki hvar ég á að byrja en opna svo munninn
Byrja að tala rólega og varnfærnislega
Vil ekki styggja hana að hún hlaupi í burtu
Eftir svolitla stund finn ég að hún slakar á
Byrjar að gráta, svo umkomulaus og brotin

Að lokum tek ég hana orðlaust í fangið, litlu stóru stelpuna
Stelpuna sem var neydd til að vera í kynlífi fullorðins manns
Ég veit að þetta er stórt skref fyrir hana að treysta mér
Hljóðlega fer ég að biðja, gefa Guði þessa tættu stelpu
Umhverja hana og gefa henni lækningu, sátt og frið.

Við vitum báðar að næstu skref verða ekki auðveld
En hún hefur fengið hjálp, fullorðna sér við hlið
sem trúin henni og hjálpar henni að losna við skömmina
og svo Guð sem bregst sama hversu oft hún bregst honum
Bataferðalag litlu sætu stelpunar er hafið… Guði sé lof.

EMG - Ágúst 2011


 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm