kærleiksblóm
Kærleiksblóm til þín

Ég stend með kærleiksblóm í hendi mér
Reyni að rétta þér það, sýna þér hlýju mína
En þú leyfir mér það ekki, loka hjarta þínu
Hunsar mig og sýnir mér litla athygli

Ég veit hversu erfitt þetta allt saman er
Hvað þú ert lokaðurí miklum sársauka
Ég þrái bara að hún fái að komast út
Að ég fái að meðtaka hana, flæða í henni

Í dag er kærleiksblómið hálf fölt
Ég á svo erfitt með að gefa endalaust
Og fá lítið sem ekkert til baka
Ekkert nema afskiptaleysi og tómlæti

Ég bið Guð að gefa mér meiri þrautseigju
til að gefa þér þá ást sem þú þarfnast
Kraft til að halda áfram, bíða eftir þér
Eftir að kassinn opnist og þú komir betur í ljós
Aðeins Drottinn getur gert þetta, ekki ég

Ég elska þig og ætla að komast í gegn hjá þér
Fyrir þig, fyrir mig og fyrir Guð
Ég elska þig óendanlega, á hvaða stað sem þú ert
Hvernig sem þú hagar þér, hafnar mér
Ég ætla að elska þig og virða, sama hvað !!!

Í dag er ég bara svo þreytt á þessu öllu saman
Þreytt á leikjunum okkar, baráttu og strögli
Ég þrái bara frið í samskipti okkar, hlýju
Að allt verði eins og það var í byrjun
Svo einfallt og fallegt

Ég legg okkur núna í hendur Drottins
Þar verð ég að hvílast, í hans örmum
Leifa honum að vinna verkið fyrir mig
Því í hans nafni er sigur og gleði
Og þangað vill hann færa okkur
Við erum í hans hendi nú og ætíð.
EMG 2009  
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm