lækning sáranna
Lækning sáranna

Unga konan situr grátandi inn í eldhúsi
Þótt hún sé rétt tvítug að árum
Er byrgði hennar mikil og sár
Sársauki hennar mikill og djúpur
Þetta er sársauki barnæskunnar
Afleiðingar misnotkunar og ofbeldis
Hún hefur engum treyst til að sjá sárið
Sjálf óttast hún að ef hún opni það
Verði það henni sjálfri ofviða, of sárt.

Þar sem hún situr og biður til Drottins
Brestur eitthvað innra með henni
Eins og ein hurð inn í sárið opnist
Hún veit að Guð vill fá að komast inn
Umvefja hana,lækna hana af sársaukanum
En á hún að þora ?
Hún hefur alltaf borið þetta ein
Óttinn yfirtekur hana
Gamli draugurinn er mættur!!!

Þá er eins og Guð taki hana að sér
Leiði hana í sýn í gegnum lækningu sína.
Hún sér sig eins og sem lítil stelpa
Litla krullubínu með freknur, mikið skap
Það er eins og hún standi inn í girðingu
Drottinn stendur fyrir utan
Hann vill komast inn í girðinguna
Þar sem hún felur sársauka sinn
Stelpan er reið, gengur fram og til baka
Neitar að hleypa Jesú inn, hræðist það
Hún gengur fram og til baka í reiði Segir hástöðum farðu í burtu!
Láttu sárið mín vera, ég á þau ein
En Jesús fer ekki, stendur bara og bíður
Bíður þess að hún róist, gefist upp Hleypi sér inn í ljóta sárið.

Að lokum hleypir skottan Jesú inn
Hann tekur hana í fangið
Sest með hana á bekk
Biður hana rólega að gefa sér sárið sitt
Stúlkan er svo hrædd við hvað gerist þá
Þegar einhver hefur fengið sárið hennar
Hún sársaukinn hefur litað líf hennar
Verið fylgifiskur hennar lengi
En hún veit ekki hvað hún fær í staðinn
Brjálast því úr reiði í fangi Jesú
Í ró og frið heldur hann utan um hana
Leifir henni ekki að fara neitt
Bíður eftir að hún hætti að berjast um
Að lokum er hún of þreytt, gefst upp

Í stað þess að hrifsa af henni sárið
Segir Jesús henni að hún hafi alltaf val
Val að bera sárið sjálf
Eða leyfa honum að bera það og lækna
Hann segir henni að taka sér tíma
Til að taka ákvörðun hvað hún vilji gera
Ef hún velur að gefa honum sárið
Geti hún komið með sársaukann til sín
Hún þarf aðeins að ganga yfir þessa brú
Hann bendir á brúnna, brosir og fer.

Stúlkan situr ráðvillt eftir á bekknum
Í hendinni heldur hún á poka með sárinu
Óstyrkum skrefum gengur hún af stað Skíthrædd, skjálfandi og máttlaus
Fer hún upp á brúnna
Tekur tvö skref, eitt til baka
Hvað segir hann þegar hann sér sárið ?
Dæmir hann mig eins og allir hinir !!
Mun hann sjá að ég var fórnarlamb ??
Aftur tekur hún skrefin áfram
Svo eitt afturábak
Hvað mun hann gefa mér í staðinn?
Verður tómarúm eftir þar sem sárið var!
Ýmsar svona spurningar koma í hug hennar
En áfram fer hún, ofurhægt
Loksins er hún komin yfir brúnna


Hræddum skrefum gengur hún til Drottins
Réttir honum grátandi pokann Segir “sjáðu”!!!!
Þú mátt sjá, segir hún skömmustulega,
Um leið og hún réttir honum pokann
Birtist stór og fallegur engill
Hann heldur á poka sem hann réttir henni
Hún tekur við honum opnar hann varlega
Í pokanum er friður,gleði,ást og sátt
Fegins tár renna úr augum stúlkunnar
Ég trúi varla að ég hafi komist í gegn
Segir hún fegins röddu
Síðan meðtekur hún gjafirnar úr pokanum
Friður,ást,gleði og sátt fylla hana
Í fyrsta sinn er hún frjáls frá sárinu
Sem nísti hjarta hennar svo lengi.
Drottinn hefur tekið hann í burtu.
Litla stúlkan gengur létt í burtu
Friður og sátt fyllir hjarta hennar
Hún lýtur til baka á Jesús
Takk Jesús er það síðasta sem hún segir
Svo fer hún með heim
Með nýja fína pokann sinn
Líf hennar er breytt um eilíf.

Elfa 16.12. 1998


 
Elfa María
1978 - ...
Þetta ljóð hjálpaði mér að hleypa Guði eins og ég skil hann inn í þá hluti sem ég hafði aldrei þorðað að treysta neinum fyrir. Þessi stund gerði mig frjálsari fyrir fortíð minni og sársauka mínum. Ég fékk einhvern til að bera byrgðarnar með mér - jesús. það var og er í dag ómetanlegt.


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm