Veikindi


Ég sit hér svo veik, hugurinn reikar
Til þín faðir og um líf mitt allt
Ég er svo hrædd Jesús minn
Ég veit ekki hver er tilgangurinn
Með lífi mínu og að vera hér
En ég þarf heldur ekki að vita það
Þú veist það faðir og það er nóg

Mér líður svo illa núna, pabbi minn
Eins og lítilli stelpu í örvæntingu
Ég veit ekki hvernig ég kemst áfram
Hvað bíður mín í framtíðinni, faðir
En þú veist það, ég vel að treysta þér

Það er stutt að tárin brjótist fram
Ég er svo ein, lítil og hrædd
Ég veit að þú ert þarna fyrir mig
En ég finn lítið fyrir þér núna
Samt er vissa í hjarta mér, þú ert þar

Ég hef svo oft treyst á fólk í lífi mínu
Að það beri mig í gegnum erfiðleikana
Gefi mér vellíðan sem ég þráði svo heitt
Já þetta fólk hefur hjálpað mér mikið
Það hefur brugðist, ég staðið ein eftir

Ég get aðeins treyst algjörlega á þig
Ekki fólk, bara þú getur mætt mér núna
Þú gefur mér bara góðar gjafir
Frið, fögnuð, kærleika og sátt við lífið

Ég leggst í fangið á þér,Jesús núna
Treysti því að þú munir byggja mig upp
Styrkja mig og leiða næstu skref
Taka frá mér örvæntinguna, gefa mér frið
Ég treysti og tilheyri þér pabbi minn,
Nú og ætíð áttu hjarta mitt himna faðir.

Þín dóttir Elfa
15.3.2000


 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm