Eymd ástarinnar
Hún situr við eldhúsborðið
starir tómum augum
út í kyrrláta nóttina
drepur í sígarettu
í yfirfullum öskubakkanum
Tár hrynja niður vanga hennar
hún dregur djúpt að sér andan
rennir höndum sínum eftir andlitinu
andvarpar...
slær hendinni á brjóst sér
eins og til að fjarlægja sársaukan
sem þjarmaði svo þungt að henni
Af hverju gat þessi sársauki ekki farið?
Af hverju þurfti henni alltaf að líða
svona illa?
Hvað hafði orðið af öllum hennar áformum
og draumum?
Hvernig í ósköpunum hafði hún lent hér?
föst í vítahring ástarinnar..
Hvernig gat hún látið fara svona með sig
aftur og aftur og aftur.....
Hún hristir hausinn og fussar
\'Ég þarf að hugsa málið\'
hafði hann sagt......
hugsa í fjandanum hvað?
Hún hlær beiskum hlátri
hlær af heimsku sjálfs síns
auðvitað vissi hún að hann var ekki
að hugsa andskotans neitt....
Furðulegt hvað það var alltaf
á föstudögum sem hann þurfti
að \'hugsa\' ::::
Hann hlýtur að fara að birtast
hvað á hverju
það passar
sunnudagur í dag
hversu aumkunarverð gat hún orðið????
Hún vissi jafnvel og hann
að hér sæti hún og biði hans
eins og vel taminn hundur
sem stekkur um háls husbónda síns
og fagnar komu hans um leið og
hann birtist í dyragættinni.
starir tómum augum
út í kyrrláta nóttina
drepur í sígarettu
í yfirfullum öskubakkanum
Tár hrynja niður vanga hennar
hún dregur djúpt að sér andan
rennir höndum sínum eftir andlitinu
andvarpar...
slær hendinni á brjóst sér
eins og til að fjarlægja sársaukan
sem þjarmaði svo þungt að henni
Af hverju gat þessi sársauki ekki farið?
Af hverju þurfti henni alltaf að líða
svona illa?
Hvað hafði orðið af öllum hennar áformum
og draumum?
Hvernig í ósköpunum hafði hún lent hér?
föst í vítahring ástarinnar..
Hvernig gat hún látið fara svona með sig
aftur og aftur og aftur.....
Hún hristir hausinn og fussar
\'Ég þarf að hugsa málið\'
hafði hann sagt......
hugsa í fjandanum hvað?
Hún hlær beiskum hlátri
hlær af heimsku sjálfs síns
auðvitað vissi hún að hann var ekki
að hugsa andskotans neitt....
Furðulegt hvað það var alltaf
á föstudögum sem hann þurfti
að \'hugsa\' ::::
Hann hlýtur að fara að birtast
hvað á hverju
það passar
sunnudagur í dag
hversu aumkunarverð gat hún orðið????
Hún vissi jafnvel og hann
að hér sæti hún og biði hans
eins og vel taminn hundur
sem stekkur um háls husbónda síns
og fagnar komu hans um leið og
hann birtist í dyragættinni.