Af er sem áður var
Útifyrir
á enginu
við hraunið
börn að leik

frjór
barns hugurinn
glaðlega sveimir
börnin um kring

fjörugt ímyndunaraflið
frelsi sínu fagnar
brosandi með börnunum
bregður á leik

hrífur þau með sér
á vit hugans flæði
upphefur barns andan
æskuna töfrum glæðir

fremst í flokki
leiðir börnin
inn í spennandi
ævintýra heim.

-----

Innifyrir
í herberginu
við tölvuna
börn að leik

slævur
barns hugurinn
dapurlega sveimir
sjálfan sig um kring

þungbrýnt ímyndunaraflið
frelsi sínu svipt
sorgbitið með börnunum
bregður ei lengur á leik

bugað af tæknivæðingu
nauðugu vikið á bug
barns hugurinn forritaður
ímyndunaraflsins ei lengur þörf

fremst nýskipuð í flokki
fjarstýrir börnunum
inn í mataðan
tækni heim.  
Jónína Sesselja Gísladóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Jónínu Sesselju Gísladóttur

Eftirsjá
Ást
Bæn
Litla stúlkan og veturinn.
Fréttamynd frá heljarslóðum
SPEGILMYND
Martröð
Pabbi
Söngur móður
Sálar veðrátta
Kveðja
Eymd ástarinnar
Ástar glæpur
Af er sem áður var