

Útifyrir
á enginu
við hraunið
börn að leik
frjór
barns hugurinn
glaðlega sveimir
börnin um kring
fjörugt ímyndunaraflið
frelsi sínu fagnar
brosandi með börnunum
bregður á leik
hrífur þau með sér
á vit hugans flæði
upphefur barns andan
æskuna töfrum glæðir
fremst í flokki
leiðir börnin
inn í spennandi
ævintýra heim.
-----
Innifyrir
í herberginu
við tölvuna
börn að leik
slævur
barns hugurinn
dapurlega sveimir
sjálfan sig um kring
þungbrýnt ímyndunaraflið
frelsi sínu svipt
sorgbitið með börnunum
bregður ei lengur á leik
bugað af tæknivæðingu
nauðugu vikið á bug
barns hugurinn forritaður
ímyndunaraflsins ei lengur þörf
fremst nýskipuð í flokki
fjarstýrir börnunum
inn í mataðan
tækni heim.
á enginu
við hraunið
börn að leik
frjór
barns hugurinn
glaðlega sveimir
börnin um kring
fjörugt ímyndunaraflið
frelsi sínu fagnar
brosandi með börnunum
bregður á leik
hrífur þau með sér
á vit hugans flæði
upphefur barns andan
æskuna töfrum glæðir
fremst í flokki
leiðir börnin
inn í spennandi
ævintýra heim.
-----
Innifyrir
í herberginu
við tölvuna
börn að leik
slævur
barns hugurinn
dapurlega sveimir
sjálfan sig um kring
þungbrýnt ímyndunaraflið
frelsi sínu svipt
sorgbitið með börnunum
bregður ei lengur á leik
bugað af tæknivæðingu
nauðugu vikið á bug
barns hugurinn forritaður
ímyndunaraflsins ei lengur þörf
fremst nýskipuð í flokki
fjarstýrir börnunum
inn í mataðan
tækni heim.