Angist hjartans
Í angist hjartað brostið bíður
bíður og biður, tíminn líður
hylli hans veit ei hvort næ
þó sem fyrr hlátri hlæ
hlátri töfðum tregans efa
sál sorg sína vill sefa
tindrandi tárin falla
sál á sinn skapara að kalla,
hendur mér fallast
ei að huggun hallast
biturt hjartað brotið
búið, þreytt, þrotið
þyrnarnir stinga
þeir fram sárin þvinga
loks til þín í einlægni lít
langþráða gleðina hlýt
blómgast þyrnar þá
þeir yl og birtu sjá.
26.09.05.