Gengið framhjá kirkjugarði
Á kyrrlátu haustkvöldi
varð mér gengið framhjá gamla kirkjugarðinum
umkringdum steinvegg
dauft ljós frá luktunum
lýsti upp klappir og krossa
sem teygðu sig upp úr jörðinni
í náttmyrkrinu
grafir hinna framliðnu
undarlegt, hve myrkrið var meira þar en á himninum
utan birtuna sem á þá féll
sálnahliðið stendur upplýst í garðinum
klukkan er hljóð
ef til vill voru það trén og runnarnir
í myrkrinu glóði á roðið og gullið laufskrúðið
sem baðaði trén, kræklóttar greinarnar
í gegn um trjámyrkrið lýsti af ljósastaur
eins og stjörnu, þó grámóska væri á himni
og enn voru græn blöð vorsins
á tjám og runnum
í garði hinna framliðnu
þau munu glóa eða roðna
á farvegi lífsins
falla frá
og fæðast að vori.
 
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Þetta ljóð var innblásið af göngu minni framhjá kirkjugarðinum við Suðurgötu á kyrlátu haustkvöldi í október 2005.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting