Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Undurfagra yngismær
Eldey Vésteinsdóttir
ætíð vaki yfir þér
allar góðar dróttir

Blíð og góð
blundar telpan
væn og vær
vinan unga
seytján merkur
mældist barnið
yndisleg stúlka
stór og fögur

Gefi Gígju
góða daga
vegferð trausta
í veðrum lífsins
borið er barn
í byltingu
ástríkum foreldrum
æ til heilla  
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Þessar vísur orti ég til bróðurdóttur minnar. Hún fæddist aðfaranótt 24. janúar 2009, í miðri "Búsáhaldabyltingunni" vó þá 17 merkur og var 53 cm að lengd. Stór, falleg og undurspök. :)


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting