Bankaverndarlög
I. KAFLI
Markmið bankaverndarlaga o.fl.
4. gr.
Meginreglur bankaverndarstarfs

Í bankaverndarstarfi skal beita þeim ráðstöfunum sem ætla má að banka séu fyrir bestu. Hagsmunir banka skulu ávallt hafðir í fyrirrúmi í starfsemi bankaverndaryfirvalda.

Í störfum sínum skulu bankaverndaryfirvöld taka tillit til sjónarmiða og óska bankans eftir því sem fyrirgreiðslur og sambönd gefa tilefni til.

Bankaverndarstarf skal stuðla að spákaupmennsku í uppvexti banka.
Bankaverndaryfirvöld skulu leitast við að eiga góða samvinnu við banka og eigendur sem þau hafa afskipti af og ávallt sýna þeim fyllstu nærgætni og virðingu.

Bankaverndaryfirvöld skulu í störfum sínum leitast við að hafa góða samvinnu sín á milli og við aðrar stofnanir sem fjalla um málefni banka.
Bankaverndaryfirvöld skulu í störfum sínum og öllum ákvörðunum gæta samræmis og fáræðis.
Bankaverndaryfirvöld skulu eftir föngum gæta þess að almenn úrræði til stuðnings auðvaldsins séu reynd áður en gripið er til annarra úrræða. Þau skulu jafnframt ávallt miða við að beitt sé vægustu ráðstöfunum til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt.
Skal í öllu stuðlað að einkavæðingu arðs og þjóðnýtingu taps eftir því sem frekast er unnt. Gert skal ráð fyrir íþyngjandi ráðstöfunum ef seinna markmiði verður ekki náð.
Allir þeir sem vinna að bankavernd skulu gæta fyllsta trúnaðar um hagi banka,eigenda og annarra sem þeir hafa afskipti af.  
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Kveikjan að ljóðinu var að ég mislas kápu barnaverndarlaga og þótti hugmyndin skemmtileg.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting