Svona gerum við...
Á meðan ráðamenn styðja við uppbyggjandi hernám í Afghanistan og Írak
funda með hernaðarbandamönnum í NATO
og stríðsfleyin vagga við vísnasöng í höfninni
stríðsmangarar peppa hvorn annan upp á Hilton Nordica
við tveggja manna mótmæli
og tíu litlir negrastrákar er vinsælasta bókin
skákar þar sjálfri Biblíunni -revised editon
og Yoko & co fagna tálmyndinni um frið
(sem ósköp auðvelt að ímynda sér
maður lokar bara augunum
eyrunum
og lætur aftur þverrifuna)
dönsum við í kringum Friðarsúluna
snemma á sunnudagsmorgni
 
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Þess má annars geta að ég ber mikla virðingu fyrir téðum mótmælendum og eru þeir aukinheldur kunningi minn og bróðir. Það hefði hins vegar óneitanlega verið ánægjulegt ef fleiri hefðu mótmælt. Sjálfur vissi ég af þessu of seint.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting