Ferðaraunir (Krítarferð)
Sorgin sveininn ergir
snópir mæddur glópur
Utanför ég ætla
eigi muni þreyja
Ruglingur á reglum
réði klúðri téðu
híma verð ég heima
helvísk villa olli


Kreddan ein
að kraftur Guðs
Veg vísi
á vinafund
Megni með
mætum lýðnum
Glaumi við
Glösum klingja
 
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Þegar átti að halda í 5.-bekkjarferð MR til Krítar, leit fyrst út fyrir að ég kæmist ekki með. Samdi ég þá eitt dróttkvæði og eitt fornyrðislag undir kviðuhætti um raunir mínar. Þremur dögum fyrir brottför var hins vegar hringt í mig, það hafði losnað sæti, og ég gat farið með. Svo þarf náttúrlega varla að taka fram að þetta var dásamleg ferð. En eftir stendur ljóðið.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting