Atvinnuleit
Borgunar ennþá bíður Einar bóta sinna.
Þörf er sveini verks að vinna,
víst þarf líka að blóta minna.

Beðið hef ég bráðu geði, bíð nú linnu,
líðan verður leið í sinnu
leita mun ég áfram vinnu.

Ekki dugar draga hugann drúpa haus
að seyðið vinnu- súpa laus
sannlega ekki hvað eg kaus.
Svartagallsins rek ég raus
ræð ég kalli verði maus.

Fremur en að þegja um þetta þunnu hljóði
verkin eins og slugsa slóði
slæ ég þessu upp sem ljóði.

ljóðsins hróður löngum þykir leiðum góður
Léttist róður, lifnar sál
Leikur óður kátt um mál  
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Samið í tilefni atvinnuleysis og stapps við að fá bætur greiddar. Flest versin mætti syngja við kvæðalag stemmunnar "Upp í háa hamrinum býr huldukona" nema að ég bætti tveimur línum við þriðja vers. "Maus" merkir að gera eitthvað sem krefst einbeitingu og tekur langan tíma og það getur sannarlega átt við atvinnuleit og skriffinnsku.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting