Ólafs limrur forseta
Mikið var melódrama
Málsmeðferð öll til ama
Hvort færi hann í friði
Eða fram hann sig byði
Á endanum öllum var sama.

Þeim valdsmanni líkja má varla
við viðlíka endemis karla
Ei sýnist mér sæma
Svona að dæma
Þó ekki sé gaur laus við galla.

Ef enginn í framboðið fer
Forsetinn sjálfkjörinn er
Sem sextán ár áleit
Í sætinu fráleit
Að frátöldum sjálfum sér.  
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Fyrsta limran vísar í farsann hvernig Ólafur Ragnar dró það endalaust að segja af eða á um framboð sitt.
Þegar hagyrðingar voru farnir að líkja honum við Stalín og Maó (þó í hálfkæringi virtist vera) þótti mér full djúpt í árina tekið og orti vísu nr. 2 til andsvars.
Þriðja vísan vísar til ummæla sem Ólafur lét hafa eftir sér 1996, um að honum þætti 16 ár full langur valdatími, en verði hann kosinn verður hans eigin samfelldi valdatími lengri.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting