Jólanótt
Í Júdeu er hljótt og dimmt um dali
um Davíðs borg nú kyrrlátt leikur svali
Þar hirðar úti í haga þögla óttu
nú hjarðar sinnar gæta þessa nóttu

Hér jesúbarn í jötu grárri liggur
og Jósep gjöf af vitringunum þiggur
Og englar himins bjarma veita björtum
nú birta tekur strax í manna hjörtum

Í Betlehem nú frelsarinn er fæddur
frelsari af okkur háður, smæddur.
Af drottins náð hans dýrð við fáum kanna
hin dýrsta gjöf frá guði til oss manna
 
Skarphéðinn Ásbjörnsson
1961 - ...


Ljóð eftir Skarphéðinn Ásbjörnsson

Haustblær
Sléttubönd 1
Sléttubönd 2
Sléttubönd 3
Sléttubönd 4
Sléttubönd 5
Tindastóll
Heiðin
Vor
Jólanótt
Nótt
Vinamál
Stuttan spöl