Kolbeinn Rökkvi
Hjartans hvunndagsprinsinn minn
ég hugsa til þín enn um sinn,
um heita og hlýja faðminn þinn
og sáran söknuð minn
Minningin geymir þá mæru sýn
er augu mín fyrst litu þín,
þá hamingjan vafðist sem hýjalín
um hjarta mitt, ástin mín
Mér skildist loks, umvafin faðmi þínum,
að oft lumar leitin á fundi sínum,
en hvernig er hægt með nokkrum línum
að tjá þér hvað brennur í æðum mínum
Ást þín er saklaus, barnsleg og hrein,
ég aldrei hef litið fegurri svein
Í hjarta mitt þegar ég orðin er ein
rekur sorgin sinn saknaðarflein
Er þreyta\'að mér læðist og lamar minn dug,
þá ein hugsun um þig henni vísar á bug,
því meitlaður ert í mitt hjarta\'og minn hug,
með þér ég kom \"bleikum blöðrum\" á flug
Er ertu mér hjá skín sólin svo glatt
og ekkert er fjallið sem sýnist of bratt,
en múrveggir tímans þeir molna svo hratt
og speglagler fortíðar verður fljótt matt
Með sælunnar molum þú myndaðir slóð
að fótum mér þar sem ég stóð
Fyrir þig ég legg alla ást mína í sjóð,
elsku sonur, mitt hold og mitt blóð
ég hugsa til þín enn um sinn,
um heita og hlýja faðminn þinn
og sáran söknuð minn
Minningin geymir þá mæru sýn
er augu mín fyrst litu þín,
þá hamingjan vafðist sem hýjalín
um hjarta mitt, ástin mín
Mér skildist loks, umvafin faðmi þínum,
að oft lumar leitin á fundi sínum,
en hvernig er hægt með nokkrum línum
að tjá þér hvað brennur í æðum mínum
Ást þín er saklaus, barnsleg og hrein,
ég aldrei hef litið fegurri svein
Í hjarta mitt þegar ég orðin er ein
rekur sorgin sinn saknaðarflein
Er þreyta\'að mér læðist og lamar minn dug,
þá ein hugsun um þig henni vísar á bug,
því meitlaður ert í mitt hjarta\'og minn hug,
með þér ég kom \"bleikum blöðrum\" á flug
Er ertu mér hjá skín sólin svo glatt
og ekkert er fjallið sem sýnist of bratt,
en múrveggir tímans þeir molna svo hratt
og speglagler fortíðar verður fljótt matt
Með sælunnar molum þú myndaðir slóð
að fótum mér þar sem ég stóð
Fyrir þig ég legg alla ást mína í sjóð,
elsku sonur, mitt hold og mitt blóð
Ort til Rökkva sumarið 2002
Ég elska þig afar heitt ástin mín
þín mamma
Ég elska þig afar heitt ástin mín
þín mamma