Heimurinn og ég
1)
Þú lífsglaða, ljúfa
og litfagra blóm.
Þú leiddir mig hingað
er sál mín var tóm.
Þú talaðir til mín
með tærum róm.
-tróðst inn í mitt hjarta
lífsins óm.

2)
Að bera þinn boðskap
um heim og geim
-baðstu mig að gera
en ég er of sein.
Þú fylltir mig af friði
til að færa öllum þeim
sem finna til sorgar
og sára um heim.

3)
Þú gafst mér þá gjöf
að gráta um nætur
-en ég skil ei
hvernig þú lætur.
Kannski bíð ég þess
aldrei bætur
-að gráta og gráta
og gráta um nætur.

4)
Ég elska þig væna
og viðkvæma jurt
-vildi ég þó að þú
hefðir mig spurt
áður en þú hafðir mitt
hjarta smurt
-af hörmungum heimsins
sem hverf´aldrei burt.
 
Rapunzel
1985 - ...


Ljóð eftir Rapunzel

Heimurinn og ég
Everlasting love
23:59 að eilífu amen
Draumur um þig
Minn hinnsti dans
Ágústminning
1+1=1
Í sæluríki
Blekking bjórsins
Redemption from a pink cloud
Bara blátt
Kanntu að leika?
Mr. Höstler
Farið á vit ævintýranna
Bláa lónið