

Himininn lekur
og sofandi vaki ég
um nótt
syngjandi þegi ég
í söngljóði
um daginn og veginn
Þú segir að þú getir lagað allt
með hvítum skýjabólstrum
sem þú málar á strigann
en þú veist ekki
að himininn á samt eftir að leka
gráum tárum
Ég veit það og sé
því þú málaðir óhóflega
með svörtum lit
í upphafi
og sofandi vaki ég
um nótt
syngjandi þegi ég
í söngljóði
um daginn og veginn
Þú segir að þú getir lagað allt
með hvítum skýjabólstrum
sem þú málar á strigann
en þú veist ekki
að himininn á samt eftir að leka
gráum tárum
Ég veit það og sé
því þú málaðir óhóflega
með svörtum lit
í upphafi